Merki

Sterkt og einkennandi merki er mikilvæg undirstaða heildarútlits Pírata.

Hlaða niður merki

✅ This section URL has been copied to your clipboard.

Merki Pírata

Lárétt merki

Lárétt útgáfa merkisins er aðalútgáfa merkis og hana skal nota eftir fremsta megni.

Ytra rými

Gæta skal þess að ekkert efni fari inn fyrir litaða flötinn til að tryggja læsileika og skýrleika merkisins.

Merki

Merkisið er notað þegar skal vekja athygli á flokkinum og ekki er pláss fyrir fullt logo.

Ytra rými

Gæta skal þess að ekkert efni fari inn fyrir litaða flötinn til að tryggja læsileika og skýrleika merkisins.

Myndmerki

Myndmerkið er notað á smáum flötum eins og í prófílmyndum á samfélagsmiðlum. Merkið getur einning verið notað þar sem ekki er þörf á textamerki, til dæmis í kynningum og bæklingum þar sem textamerki hefur komið fram áður.

Ytra rými

Gæta skal þess að ekkert efni fari inn fyrir litaða flötinn til að tryggja læsileika og skýrleika merkisins.

✅ This section URL has been copied to your clipboard.

Reglur um notkun

Atriði til að hafa í huga

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar reglur og sýnidæmi sem gott er að hafa í huga við notkun á merki Pírata.

Dæmi um það sem er bannað

Ekki teygja eða afmynda merkið.

Ekki snúa merkinu.

Ekki setja skugga á merkið.

Ekki bæta myndum við merkið.

Ekki breyta litum.

Ekki breyta letrinu.

Ekki breyta uppröðun merkis.

Merkið skal aðeins vera notað á þann hátt sem sýnt er í þessum hönnunarstaðli.

✅ This section URL has been copied to your clipboard.