Grafík

Geómetrísk grafík skapar dýpt í útlitinu og gefur því sinn persónuleika.

Geometrísk form

Geometrísk form

Formin eru notuð til að myndskreyta stærri fleti. Við notum þau til að leiða augað og brjóta upp textaefni. Þau geta verið notuð á vef, kynningum, markaðsefni og fleiru. Gæta þarf að nota formin sparlega og aldrei fleiri en eina gerð í einu (ekki nota hring og sexhyrning á sama fleti.)

Dæmi um notkun

Eitt form sem nær aðeins út fyrir rammann.

Form í litnum Tea Green á Delft Blue bakgrunni.

Ekki nota tvö misstór form á sama fleti.

Ekki nota tvö form í sitthvorum litnum.

Tveimur sexhyrningum tengd saman í eitt form.

Form í litnum Delft Blue á Tea Green bakgrunni.

Ekki tengja saman tvö mismunandi form.

Ekki láta form fara yfir texta.

✅ This section URL has been copied to your clipboard.

Hreyfigrafík

Hreyfigrafík

Hreyfigrafíkin er að mestu notuð á vefsíðu en getur einnig verið notuð í titilglærum í kynningum eða öðru slíku. Hreyfingin minnir á hóp fugla á flugi sem svífa yfir loftið. Grafíkin samanstendur af mörgum flæðandi punktum. Gæta þarf að grafíkin fari ekki yfir texta.

✅ This section URL has been copied to your clipboard.