Hvernig birtist rödd Fugla út á við?
Það getur skipt miklu máli hvaða tónn er notaður þegar talað er til viðskiptavina. Raddblærinn ætti að endurspegla öryggi og þjónustulund gagnvart viðskiptavinum, vera lipur og traustvekjandi.
Þegar unnið er með texta, á vefsíðu og í markaðsefni, tölum við í fyrstu persónu. Notum orð eins og við og okkur frekar en að tala um Fugla. Þannig er samtal við lesanda hafið. Það getur þó verið gott að blanda saman fyrstu og þriðju persónu til að brjóta upp lesturinn þegar það á við:
Fyrsta persóna: „Við sinnum fjölbreyttum hugbúnaðarverkefnum fyrir ýmsar gerðir viðskiptavina. Kíktu til okkar og við finnum örugga lausn fyrir þig.“
Þriðja persóna: „Fuglar leita að reynslumiklum hugbúnaðarsérfræðingi til að ganga til liðs við teymið.“
Almennt er gott er að sleppa hvers konar hugbúnaðartungumáli þar sem ekki allir lesendur skilja fagmálið. Öruggast er að tala um verkefni og ferla á hátt sem er auðvelt að skilja. Í stað þess að tala um hvaða forrit eru notuð er betra að tala um þá þjónustu sem er veitt, og hvað viðskiptavinir fá sem kúnnar Fugla.
Þegar talað er til annarra innan fagsins er sjálfsagt að nýta bransamál, til dæmis í starfsauglýsingum.