Í PowerPoint sniðmátinu má finna ýmsar gerðir af glærum til að setja saman fjölbreyttar kynningar. Í skjalinu eru dæmi um hvernig glærur eru settar upp sem og glærur með mynstrum og grafík til að nota með texta. Glærur til endurnota má finna í skjalinu undir flipanum Home–New Slide. ATH. Gott er að vera með letrið Roobert á tölvunni, hægt er að sækja það undir kafla 4. Letur.
Canva sniðmátið nýtist fyrir almenna samfélagmiðlapósta fyrir Facebook, Instagram og LinkedIn, með fjölbreyttum gerðum af uppsetningum texta, grafíkur og mynda. Sniðmátið er á Canva svæði SVÞ, vinsamlegast hafið samband við SVÞ til að fá aðgang.