Fróðleiksmolar um uppbyggingu útlits og innblástur.
Ásýnd Reykjastrætis byggist á eftirfarandi þáttum:
Einföld form, línur og litapalletur í bland við náttúrulegar áferðir gefur heildarútlitinu ferskan og fágaðan blæ þar sem einfaldleikinn er í fyrirrúmi.
Samspil lýsingar, lita og áferða býr til notalega tilfinningu og einstakt andrúmsloft.
Hágæða efni, handverk og vandvirkni gefur tilfinningu um lúxus og endingargóða vöru.
Tilfinningin sem við viljum sýna út á við er traust og fagmennska. Viðskiptavinir geta treyst því að fá gæðavöru og þjónustu.