Sterkt og einkennandi merki er mikilvæg undirstaða heildarútlits Reykjastrætis.
Merki Reykjastrætis með undirtexta er aðalútgáfa merkisins. Hún er notuð í öllu útgefnu efni; markaðsefni, skiltum, kynningum og fleiru þar sem gera þarf grein fyrir hvers kyns fyrirtæki Reykjastræti er.
Gæta skal þess að ekkert efni fari inn fyrir litaða flötinn til að tryggja læsileika og skýrleika merkisins.
Merki án undirtitils er notað þegar ekki þarf að gera grein fyrir hvers kyns félag Reykjastræti er eða á smærri flötum þar sem undirtitillinn er ekki læsilegur.
Gæta skal þess að ekkert efni fari inn fyrir litaða flötinn til að tryggja læsileika og skýrleika merkisins.
Myndmerkið er notað á smáum flötum eins og í prófílmyndum á samfélagsmiðlum. Merkið getur einning verið notað þar sem ekki er þörf á textamerki, til dæmis í kynningum og bæklingum þar sem textamerki hefur komið fram áður.
Gæta skal þess að ekkert efni fari inn fyrir litaða flötinn til að tryggja læsileika og skýrleika merkisins.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar reglur og sýnidæmi sem gott er að hafa í huga við notkun á merki Reykjastrætis.
Dæmi um það sem er bannað
Ekki teygja eða afmynda merkið.
Ekki snúa merkinu.
Ekki setja skugga á merkið.
Ekki bæta myndum við merkið.
Ekki breyta litum.
Ekki setja myndir inn í merkið eða nota það í pólitískum tilgangi.
Ekki breyta letrinu.
Ekki breyta uppröðun merkis.
Merkið skal aðeins vera notað á þann hátt sem sýnt er í þessum hönnunarstaðli.
Ekki nota merkið í litnum Kopar með bakgrunnslitnum Nótt.
Ekki nota merkið í litnum Hunang á bakgrunnslitnum Mistur.