Klassískt og auðþekkjanlegt merki Sjúkratrygginga er megineinkenni heildarútlitsins.
Aðalmerki Sjúkratrygginga er lárétt útgáfa og hana skal nota eftir fremsta megni.
Til að tryggja læsileika og skýrleika merkisins skal gæta þess að ekkert efni fari inn fyrir rammann.
Lóðrétt útgáfa merkisins er notuð þar sem ekki er hægt að koma láréttri útgáfu merkis fyrir.
Til að tryggja læsileika og skýrleika merkisins skal gæta þess að ekkert efni fari inn fyrir rammann.
Myndmerki Sjúkratrygginga er notað þegar ekki er þörf á textamerki, til dæmis í prófílmyndum samfélagsmiðla eða í kynningum þegar textamerki hefur áður komið fram.
Til að tryggja læsileika og skýrleika merkisins skal gæta þess að ekkert efni fari inn fyrir rammann.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar reglur og leiðbeiningar um notkun merkis Sjúkratrygginga. Sýnd eru dæmi um mismunandi samsetningar merkis á lituðum bakgrunnum og almennar reglur um hvað má ekki gera við merkið.
Litasamsetningar
Á Næturbláum bakgrunni getur merki verið í litnum Himinblár.
Á Næturbláum bakgrunni getur merki verið í litnum Snjóhvítur.
Á Rökkurbakgrunni getur merki verið í litnum Snjóhvítur.
Á Næturbláum bakgrunni á merki ekki að vera í litnum Rökkur.
Rökkur er ekki nógu sýnilegur á dökkum bakgrunni.
Á Himinbláum bakgrunni getur merkið verið í litnum Næturblár
Á Himinbláum bakgrunni á merki aldrei að vera í litnum Snjóhvítur
Á Snjóhvítum bakgrunni getur merki verið í litnum Næturhiminn.
Merki á aldrei að vera í aukalitum.
Dæmi um það sem er bannað
Ekki teygja eða toga merkið
Ekki halla merkinu
Ekki bæta auka einingum við merkið
Ekki breyta eða bæta við litum
Ekki breyta letrinu
Ekki setja myndir inn í merkið eða nota það í pólitískum tilgangi
Ekki endurraða einingum í merkinu
Ekki bæta skugga eða öðru sambærilegu við merkið