Þessi tvö gagnstæðu hugtök lýsa ásýnd Yrkis vel. Tvær tegundir af stefnum fléttast saman í tímalaust útlit, með smáatriðum sem eiga vel við í dag og munu gera lengi.
Appelsínuguli litur ásýndarinnar er ákveðinn og sterkur, kallar á athygli. Með sparlegri notkun á litnum getur hann lagt áherslu á og leitt augað að einstökum og mikilvægum atriðum.
Ljósmyndir innblásnar úr arkitektúr gefa ásýndinni aukna dýpt og veitir áhorfendum skilning á starfsemi Yrkis.
Mikilvægt er að notendur fái góða tilfinningu í samskiptum, notkun vefsíðu og annarri upplifun tengd Yrki og ásýndinni.
Hreyfigrafík er notuð þar sem það er möguleiki, svo sem á vefsíðu eða kynningum. Hreyfigrafíkin er mjúkleg og róleg og skal ávalt vera notuð sparlega.