Grafíkin er eitt aðaleinkenni útlitsins og tengir saman myndir, merki og textanotkun.
Línan er notuð til að leiða augað eins og áttaviti á korti. Best er að staðsetja línuna frá miðju til að brjóta upp þann flöt sem hún er staðsett á. Hún getur verið notuð með ljósmyndum, texta eða í hreyfigrafík, getur staðið ein og sér á fleti eða verið notuð sem rammi utan um ljósmyndir, í prentefni, markaðs- eða vefefni. Línur geta verið í ýmsum grátónum, sjá nánar í kafla um liti.
Dæmi um notkun
Línan aðskilur upplýsingar í haus og megintexta.
Einnig leiðir hún augað um flötinn og sýnir hvar lesandi á að byrja.
Línan býr til ramma utan um ljósmynd og merki Yrkis og gefur þeim sitt eigið rými.
Línan getur verið notuð sem skreyting á ljósmynd.
Línan getur verið notuð sem hnit á korti og leiðir áhorfanda að réttum stað.
Aldrei nota fleiri en eina línu í senn.
Línur eiga ekki að vera í textalitnum Hrafntinna.
Línur eiga aldrei að vera hallandi.
Línur eiga aldrei að vera í áherslulitnum Appelsínugulur.
Skurðpunkturinn nýtist í ýmis smáatriði svo sem eining á korti eða í punktur í punktalista. Skurðpunkturinn er alltaf í litnum Appelsínugulur. Hann skal vera notaður sparlega og alltaf sem smáatriði frekar en aðalatriði.
Dæmi um notkun
Punkturinn getur verið notaður með stórum fyrirsögnum,
Punktur er lítill í samanburði við textastærð.
Punkturinn er of stór í samanburði við textastærð.
Punkturinn nýtist sem eining á korti.
Punktur á ekki að vera hallandi.
Punkturinn á aldrei að vera í öðrum lit en appelsínugulur.