Góð leturnotkun gefur skilaboð um traust og áræðanleika.
Maison Neue Book er aðalletur Yrkis og er notað í allar fyrirsagnir og meginmál. Letrið er nútímalegt og fágað og endurspeglar um leið áherslur Yrkis.
Maison Neue Book er meginfyrirsagnaletur Yrkis. Fyrirsagnir skulu vera stórar og læsilegar með snyrtilegu bili milli stafa og lína. Gott er að miða við að x-hæð lástafa sé það sama og línubil. Stafabil skal einnig vera minnkað um 4%.
Maison Neue Book er einnig notað í meginmáli. Til að tryggja læsileika textans er gott að hafa 1.4 línubil eða sem jafngildir hástafahæð (Cap) letursins. Stafabil skal einnig vera minnkað um 4%.
Dæmi um notkun
Titill er vinstrijafnaður í Maison Neue Book.
Titill er stór í samanburði við meginmál.
Titill er í litnum Hrafntinna.
Titlar eiga ekki að vera miðjusettir.
Titlar eiga ekki að vera í Maison Neue Mono.
Textar eiga ekki að vera í öðrum lit en Hrafntinna.
Meginmálstexti er vinstri jafnaður.
Gott bil er á mili lína og stafa.
Meginmál á aldrei að vera miðjusett.
Of lítið línu- og stafabil.
Maison Neue Mono er aukaletur Yrkis og er notað í smærri texta. Gæta þarf að nota Maison Neue Mono sparlega og aldrei í samfelldum texta. Letrið nýtist vel í ýmsar tölfræðilegar upplýsingar, hnit og önnur númer.
Maison Neue Mono er notað í smærri texta eins og dagsetningar, smáatiði á kortum, smáa titla í haus í kynningum og bréfsefnum svo eotthvað sé nefnt. Letrið bætir einstökum blæ við leturnotkun útlitsins og tónar vel við meginletrið. Texti í Maison Neue Mono getur verið í öllum grátónum, svo fremi sem textinn er læsilegur.
Dæmi um notkun
Maison Neue Mono er notað í smærri talnaupplýsingar.
Mono á aldrei að vera í samfelldum texta.