Einstakt og sterkt merki sem endurspeglar útlitið og er undirstaða heildarásýndarinnar.
Aðalmerki Yrkis er dökkt leturmerki með appelsínugulu myndmerki. Þessa útgáfu merkis skal nota eftir fremsta megni. Gæta þarf að appelsínugula myndmerkið sé skýrt sé það notað með ljósmynd í bakgrunni.
Einlit útgáfa aðalmerkis er notuð þegar ekki er möguleiki á að nota appelsínugult myndmerki, til dæmis þegar merkið er staðsett á ljósmynd eða á flötum þar sem merki Yrkis þarf ekki að vera áberandi.
Merki í litnum Basalt er notað á flötum þar sem merki þarf ekki að vera í aðalhlutverki.
Merki í litnum Granít er notað á flötum þar sem merki þarf ekki að vera í aðalhlutverki.
Á dökkum bakgrunni reynum við að nota ljóst textamerki með appelsínugulu myndmerki eftir fremsta megni. Gæta þarf að appelsínugula myndmerkið sé skýrt sé það notað með ljósmynd í bakgrunni.
Einlit útgáfa aðalmerkis er notuð þegar ekki er möguleiki á að nota appelsínugult myndmerki, til dæmis þegar merkið er staðsett á ljósmynd eða á flötum þar sem merki Yrkis þarf ekki að vera áberandi.
Merki í litnum Granít er notað á flötum þar sem merki þarf ekki að vera í aðalhlutverki.
Merki í litnum Basalt er notað á flötum þar sem merki þarf ekki að vera í aðalhlutverki.
Merki Yrkis býður upp á fjölbreytta notkun. Hægt er að slíta einingarnar í sundur og stilla þeim upp á fleti á fjölbreyttan hátt. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um uppröðun merkisins.
Mynd- og leturmerki í sitthvoru vinstra horninu.
Til að tryggja læsileika og skýrleika merkisins skal gæta þess að ekkert efni fari inn fyrir rammann.
Myndmerki í efra vinstra horni og leturmerki í neðra hægra horni.
Til að tryggja læsileika og skýrleika merkisins skal gæta þess að ekkert efni fari inn fyrir rammann.
Mynd- og leturmerki í sitthvoru hægra horninu.
Til að tryggja læsileika og skýrleika merkisins skal gæta þess að ekkert efni fari inn fyrir rammann.
Einnig er mögulegt að leika sér með stærðir og hlutföll merkis. Þá er hægt að blanda saman litatónum og brjóta þannig upp útlitið og skapa áhugavert myndmál.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar reglur og sýnidæmi sem gott er að hafa í huga við notkun á merki Yrkis.
Dæmi um það sem er bannað
Ekki snúa leturmerki á hlið.
Ekki snúa myndmerki á hlið.
Mynd- og leturmerki eiga ekki að vera miðjujöfnuð.
Ekki nota heildarmerki og myndmerki saman.
Hver merkiseining á bara að vera notuð einu sinni á hverjum fleti.
Ekki setja skugga á merkið.
Ekki bæta við auka bili.
Ekki breyta eða bæta við litum.
Ekki setja mynd inn í merkið.
Ekki nota merkið í pólitískum tilgangi.
Ekki breyta letrinu.
Ekki halla merkinu.
Ekki teygja á merkinu.
Ekki bæta við auka einingum á merkið.