Grafík

Form

Form

Formin tengja saman heildarútlitið og gefur því sitt einkenni. Á móti hlýlegum litum og ljósmyndum notum við skörp og sterk form sem endurspegla traust og stöðugleika. Þau vinna alltaf saman, snúast í kringum hvort annað og styðja.

Formin eru notuð með öllu útgefnu efni, á prent- og skjámiðlum og getur verið notað sem myndarammi með texta, merki og fleira.

Þau eru alltaf notuð í tveimur litum á ljósum bakgrunni, í litunum Sólarupprás og Himinblár. Hægt er að teygja formin og breyta lögun þeirra og uppröðun, gult getur verið fyrir ofan bláan og öfugt.

✅ This section URL has been copied to your clipboard.

Dæmi um notkun

Atriði til að hafa í huga

Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um notkun á grafík með ljósmyndum, texta og fleiru.

Litasamsetningar mynsturs

Mynstur í litunum Himinblár og Sólsetur á Ský bakgrunni.

Himinblár fyrir ofan og Sólsetur fyrir neðan, getur einnig verið á hinn veginn.

Þegar mynstur er á Sólsetur bakgrunni getur það verið í litunum Himinblár og Ský.

Liturinn Miðnætti á aldrei að vera í mynstri.

Mynstur á aldrei að vera á öðrum bakgrunni en Ský og Sólsetur.

Mynstur með ljósmyndum

Mynstur getur staðið til hliðar við ljósmynd.

Samskeyti ljósmyndar og mynsturs eru með halla, engar lóðréttar línur eru í grafíkinni.

Vinstri hlið myndar sem er án mynsturs er með halla til að vega á móti. mynstri til hægri.

Ekki nota fleiri en eitt mynstur samtímis.

Hliðar á mynstri og ljósmynd eiga ekki að vera lóðréttar, smá halli ætti að vera á hliðunum.

Mynstur með texta

Mynstur er ekki of stórt.

Stærð mynsturs er í góðu jafnvægi miðað við texta og heildarflöt.

Dæmi um samsetningu á texta, mynd og mynstri.

Mynstur getur staðið fyrir miðju á fleti.

Mynstur er of stórt.

Mynstur tekur yfir heildarflötinn og textinn fær ekki pláss til að njóta sín.

✅ This section URL has been copied to your clipboard.