Ljósmyndastíll Lífeyjar einkennist af hlýju og einlægni. Myndirnar sýna fólk, um 50 ára og eldri, með fjölskyldu, börnum, barnabörnum eða maka að njóta lífsins. Við viljum að kúnninn geti endurspeglað sig í ljósmyndunum og fái tilfinningu um bjarta framtíð. Ljósmyndirnar eru með hlýjum litablæ og leitumst eftir að litapaletta Lífeyjar sjáist í myndum, með gylltum tónum, hlýjum hvítum og himinbláum.