Hugmyndafræði

Áherslur útlitsins

Uppygging útlitsins byggist á eftirfarandi gildum. Þessi gildi voru höfð til hliðsjónar við val á litum, letri, myndefni og svo framvegis. Þau endurspegla einnig starfsemi Lífeyjar, talanda og viðmóti.

Áhyggjuleysi

Við viljum að kúnnar losni við allar áhyggjur sem viðkemur ellilífeyrismálum. Myndefni sýnir áhyggjulaust fólk njóta lífsins, hversdagsleg gleði sem fólk getur tengt sig við.

Yfirvegun

Ekkert stress á að vera til staðar í myndefni, texta eða talanda. Litaval og myndefni endurspegla þessa áherslu með mjúkum náttúrutónum.

Traust

Traust er mikilvægt í öllum samskiptum og undirstaða allra gilda. Með sterkum formum og klassísku letri náum við fram traustvekjandi tilfinningu.

Nafnið Lífey er stytting á Lífeyrir og réttindi. Orðið er kvenkyns, stutt og grípandi, skapað til að hljóma eins og eiginnafn sem gefur persónulegri tengingu við útlitið og fyrirtækið.

Lífey fallbeygist eins og Viðey eða Papey:

Nf. Lífey Þf. Lífey Þgf. Lífey Ef. Lífeyjar

✅ This section URL has been copied to your clipboard.