Ljósmyndir, texti og litir eru undirstaða útlitsins en grafíkin tengir alla þætti saman og skapar heildræna ásýnd milli prent- og vefmiðla.
Formið er tekið úr merki Samtaka atvinnulífsins og er notað sem rammi utan um myndir eða texta. Formið er staðsett á fleti þannig að aðeins eitt horn er sýnilegt. Aðeins eitt form er notað hverju sinni. Rúnaða hornið á forminu er með sama radíus og í merki SA og því er ekki í boði að rúna hornið meira eða minna.
Rétt og röng dæmi um notkun
Form er notað sem rammi utan um ljósmynd.
Heill litaflötur í bakgrunni.
Form getur verið notað sem rammi utan um texta og merki SA.
Ljósmynd í bakgrunni.
Ekki nota fleiri en eitt form á sama fleti.
Aðeins eitt horn í sama formi á að vera sýnilegt.
Ekki halla forminu.
Texti og merki eru of stór í forminu.
Ekki rúna horn í formi meira en merki segir til um.