Merki SA er tákn um hjól atvinnulífsins sem samanstendur af sex sexhyrningar. Þetta sterka form kemur úr náttúrunni og það má finna í hólfum býflugnabúa og íslensku stuðlabergi.
Aðalútgáfa merkisins er lárétt samsetning myndmerkis og textamerkis, hvítt á dökkum bakgrunni. Þessa útgáfu skal nota eftir fremsta megni hvort sem um er að ræða prent eða vef.
Merkið getur einnig verið í aðallitnum Blánótt á ljósum bakgrunni þegar þörf er á.
Gæta skal þess að ekkert efni fari inn fyrir litaða flötinn til að tryggja læsileika og skýrleika merkisins.
Hægt er að nota myndmerki SA eitt og sér þegar ekki er þörf á textamerki. Myndmerki nýtist til dæmis í prófílmyndum á samfélagsmiðlum eða í kynningum þar sem textamerki hefur þegar komið fram.
Gæta skal þess að ekkert efni fari inn fyrir litaða flötinn til að tryggja læsileika og skýrleika merkisins.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar reglur og sýnidæmi sem gott er að hafa í huga við notkun á merki SA.
Dæmi um það sem er bannað
Ekki teygja merkið
Ekki snúa merkinu
Ekki breyta letrinu
Ekki slíta í sundur myndmerki og textamerki
Ekki bæta við aukaeiningum á merkið
Ekki breyta litunum
Ekki setja myndir inn í merkið
Ekki nota merkið á annan hátt en þann sem kemur fram í þessum hönnunarstaðli