Áræðanleg og auðlæs letur eru mikilvæg til að byggja upp traust lesandans.
Neue Haas Grotesk Display Pro er notað í allar fyrirsagnir en einnig sem áhersluletur. Það er notað á öllum miðlum, í markaðsefni, kynningum, á vef og fleiru. Letrið gefur tilfinningu um virðuleika en er um leið auðlæsilegt.
Fyrirsögn er í Neue Haas Grotesk Display Pro Light með áhersluorði í Bold. Yfirfyrirsögn er í hástöfum í Medium.
Neue Haas Grotesk Text Pro er notað í styttri meginmálstexta í markaðsefni sem stuðningsletur við Neue Haas Grotesk Display Pro.
Stutt meginmál í Neue Haas Grotesk Text Pro Roman með 1,5 línubili.
Georgia er notað í allan langan texta, samfellt meginmál á vef, í bréfsefni eða kynningum. Letrið er auðlæsilegt og klassískt, það er aðgengilegt í öllum Microsoft forritum.
Megimálstexti í Georgia Regular með áherslutexta í Bold.
Til að gæta samræmis í notkun og uppsetningu texta er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga.
Fyrirsagnir – Neue Haas Grotesk Display Pro
Fyrirsögn er vinstrijöfnuð.
Light er aðalletur með Bold í einu áhersluorði.
Meginfyrirsögn er í lágstöfum og yfirfyrirsögn í hástöfum.
Fyrirsögn á ekki að vera miðjusett.
Fyrirsögn á ekki að vera á Hástöfum.
Fyrirsögn á ekki að vera í Bold með Light áhersluorði.
Stafabil er of mikið.
Meginmál – Neue Haas Grotesk Text Pro
Texti er vinstrijafnaður.
Línubil er 1,5.
Yfirfyrirsögn í Medium, vinstrijöfnuð við texta í hástöfum.
Samfelldur meginmálstexti á aldrei að vera í hástöfum.
Meginmál á aldrei að vera jafnað öðruvísi en til vinstri, í dæminu er texti hægrijafnaður.
Línubil er of þétt.
Yfirfyrirsögn á ekki að vera í lágstöfum eða hægrijöfnuð.
Meginmál – Georgia
Meginmál í Georgia er alltaf vinstrijafnað.
Línubil er læsilegt, 1,4.
Meginmálsletur á aldrei að vera notað í fyrirsögnum.
Meginmál á aldrei að vera miðjujafnað.
Meginmálstexti er í of ljósum lit. Á ljósum bakgrunni er meginmál í Dökkbláum og ljósum bakgrunni er meginmál í Hvítum.