Íkon

Íkon má nota til að miðla ýmsum upplýsingum án orða.

Íkon

Íkon Þjóðminjasafnsins

Íkon eru notuð á ýmsum stöðum innan safnsins til að leiðbeina gestum um hvað er ekki leyfilegt eða hvar salerni og skápar eru staðsett.

Athugið

Notað á svæðum þar sem vekja þarf athygli á einhverju.

Bakpokar bannaðir

Notað þar sem ekki er leyfilegt að vera með bakpoka á sér.

Bannað að klifra

Notað á svæðum eða við stóra safnmuni sem bannað er að klifra á.

Bannað að leggja

Notað á svæðum þar sem bannað er að leggja ökutækjum.

Bannað að snerta

Notað við safnmuni sem bannað er að snerta.

Bannað að stíga upp á

Notað við safnmuni sem bannað er að stíga á.

Drykkir bannaðir – Brúsi

Notað til að skilgreina svæði þar sem bannað er að vera með drykki á sér.

Drykkir bannaðir – Kaffi

Notað til að skilgreina svæði þar sem bannað er að vera með drykki á sér.

Fatahengi

Notað til að sýna hvar fatahengi er staðsett.

Framkvæmdir

Merki fyrir svæði sem eru lokuð vegna stærri eða minni framkvæmda.

Gisting bönnuð

Merking fyrir svæði þar sem er ekki leyfilegt að gista. Á sérstaklega við um svæði úti á landi í umsjón Þjóðminjasafnsins, til dæmis á Keldum.

Gjafavörur

Merking fyrir gjafavöruverslun.

Hjólastólaaðgengi

Notað á svæðum með sérstöku hjólastólaaðgengi, til dæmis lyftur eða salerni.

Hljóðleiðsögn

Merking sem gefur til kynna hvar gestir geta fengið hljóðleiðsögn.

Kaffihús

Merking fyrir kaffihús.

Kona

Merking fyrir svæði tileinkað konum, einkum á salernum.

Læstir skápar

Merking sem sýnir hvar læstir skápar eru staðsettir.

Lyfta

Merking sem sýnir hvar lyfta er staðsett.

Karl

Merking fyrir svæði tileinkað körlum, einkum á salernum.

Matur bannaður – Hamborgari

Notað á svæðum þar sem ekki er leyfilegt að vera með mat.

Matur bannaður – Hnífapör

Notað á svæðum þar sem ekki er leyfilegt að vera með mat.

Myndir með flassi bannaðar

Notað á svæðum þar sem ekki er leyfilegt að taka ljósmyndir með flassi, til dæmis hjá viðkvæmum sýningarmunum.

Stopp

Merking fyrir svæði sem eru lokuð fyrir gesti.

Ungabarn

Merking fyrir svæði tileinkað ungabörðum, einkum salerni með aðstöðu til bleyjuskiptana.

Upplýsingar

Merki sem sýnir hvar starfsfólk veitir upplýsingar til gesta.

Ör

Ör sem nýtist í ýmsum aðstæðum, til dæmis þegar beina þarf fólki ákveðna leið. Hægt er að snúa örinni á alla vegu.

Reglur um hönnun

Íkon Þjóðminjasafnsins eru teiknuð á grid sem búið er til úr línum; lóðréttum og láréttum og skálínum, með sexstrending sem undirstöðuform.

Reglur um samsetningu forma

Haus á alltaf að snúa þannig að horn á sexstrendingi snýr að búk.

Ef búkur hallar þá fylgir horn sexstrendingsins með.

Flata hlið sexstrendings á ekki að snúa að búk.

✅ This section URL has been copied to your clipboard.