Innri mörkun

Efni safnsins sem snýr að starfsfólki, svo sem nafnspjöld, kynningarsniðmát og skýrslur.

Efni fyrir starfsfólk

Nafnspjald

Nafnspjald fyrir starfsfólk safnsins. Nafnspjöldin eru í stærðinni 55x85mm.

Barmmerki

Barmmerki sem starfsmenn og sýningarverðir sem eru í samskiptum við gesti bera á sér. Á barmmerkinu er eiginnafn starfsmanns.

✅ This section URL has been copied to your clipboard.

Sniðmát

PowerPoint

Í PowerPoint sniðmátinu má finna ýmsar gerðir af glærum sem má nýta í fjölbreyttar kynningar. Nauðsynlegt er að vera með letur Þjóðminjasafnsins á tölvunni, þau má sækja undir kafla 4. Letur. Til að vista sniðmátið í upphafsskjá PowerPoint er hægt að opna skjalið, fara í File-Save as Template... og vista skjalið á þeim stað sem PowerPoint býður sjálfkrafa upp á.

Word skýrslusniðmát

Skýrslusniðmátið nýtist í lengri og styttri texta. Hægt er að velja um tvær forsíður, ef skjalið er birt í tölvu er gott að nota forsíðu með rauðum bakgrunni. Ef skjalið er prentað er betra að nota forsíðu með hvítum bakgrunni.

Matsblað

Matsblaðið er viðauki við skýrslusniðmátið en getur nýst eitt og sér við mat á safngrip. Í skjalinu er hægt að fylla út upplýsingar um grip, aldur, tegund, ástand og fleira.

✅ This section URL has been copied to your clipboard.