Letur

Letur Þjóðminjasafnsins eru fjögur talsins, hvert letur hefur sinn raddblæ og gefur safninu sína einkennandi rödd.

Fyrirsagnaletur

Treasures

Treasures er aðalfyrirsagnaletur Þjóminjasafnsins, það er notað í alla stóra titla, í skiltum, markaðsefni og fleiru. Í Treasures eru fjögur letur, Treasures Regular sem meginletur og Rúnir, Höfðaletur og Fraktur sem skrautstafir. Skrautstafi skal nota sparlega og alltaf til skiptis, gott er að miða við einn staf í hverri línu og aldei í fyrsta og síðasta staf línu.

Dæmi um rétta og ranga notkun

Texti er miðjusettur og í hástöfum.

Einn skrautstafur í hverri línu.

Skrautstafir eru notaðir til skiptis.

Treasures fyrirsagnir eiga aldrei að vera vinstrijafnaðar.

Ekki nota fleiri en einn Treasures skrautstaf í hverri línu og aldrei í fyrsta eða síðasta staf.

Ekki nota sama skrautletur tvisvar í röð.

Línu- og stafabil er of mikið.

Greta Display

Greta Display er notað í stóra titla, 20 pt. eða stærri, til dæmis í bæklingum. Greta Display er meginfyrirsagnaletur ljósmyndasýninga.

Dæmi um rétta og ranga notkun

Greta Display Medium í yfirtitli.

Greta Display Light í undirtitli.

Texti er vinstrijafnaður.

Texti í Greta Display á aldrei að vera miðjujafnaður.

Titlar eiga aldrei að vera í hástöfum.

Greta Display Light á aldrei að vera í yfirtitli og Medium aldrei í undirtitli.

✅ This section URL has been copied to your clipboard.

Meginmálsletur

Greta Text

Greta Text er aðalmeginmálsletur Þjóðminjasafnsins. Það er notað í styttri og lengri textum sem og smærri fyrirsögnum. Greta Text Regular er notað í allan samfelldan texta.

Dæmi um rétta og ranga notkun

Meginmálstexti er vinstrijafnaður.

1.25 línubil og þægilegt bil milli stafa.

Meginmál á ekki að vera í Bold.

Meginmál á ekki að vera miðjusett.

Stafa- og línubil er of mikið.

Greta Sans

Greta Text er meginmálsletur Þjóðminjasafnsins. Það er notað í styttri og lengri textum sem og smærri fyrirsögnum. Greta Sans Regular er notað í allan samfelldan texta.

Dæmi um rétta og ranga notkun

Meginmálstexti er vinstrijafnaður.

1.25 línubil og þægilegt bil milli stafa.

Meginmál á ekki að vera í Bold.

Meginmál á ekki að vera miðjusett.

Stafa- og línubil er of mikið.

✅ This section URL has been copied to your clipboard.

Uppsetning texta

Titlar í Treasures

Hér má sjá þumalputtareglu um uppsetningu titla sem skrifaðir eru með letrinu Treasures, hlutföll á hæð stafa og stærð merkis í samræmi við titilinn. Hæð á stöfum jafngilda bili milli titls og merkis sem og stærð merkis.

Textar á sýningum

Hér má sjá reglur um uppsetningu texta fyrir sýningar á Þjóðminjasafninu og hvernig skal mæla hlutföll milli titils og meginmáls. X-hæð stafa í titli segir til um fjarlægð titils frá meginmáli, 3x, og stærð texta í meginmáli. Fjórar línur í meginmáli eiga að jafngilda 3x hæð.

✅ This section URL has been copied to your clipboard.