Mörkun

Fróðleiksmolar um uppbyggingu útlits og innblástur.

Innblástur lita

Jónsbók

Skarðsbók Jónsbókar frá 1363 er talin vera ein af fegurstu handritum Íslands. Litir sem notaðir voru í bókinni hafa verið rannsakaðir og hægt var að greina átta liti.

Þeir litir sem fundust eru nú undirstaða útlits Þjóminjasafnsins. Þeir heita á ensku Vermillion, Bone White, Gold, Verdigris, Azurite, Opriment og Red Ochre. Vermillion, Bone White og Gold eru aðallitir safnsins en aðrir notaðir sem aukalitir þar sem þörf er á. Nánari leiðbeiningar um notkun lita má finna undir kafla 3, litir.

✅ This section URL has been copied to your clipboard.

Innblástur leturs

Treasures

Letrið Treasures er innblásið af þeim letrum sem notuð hafa verið í gegnum sögu Íslendinga. Treasures tengir saman fuþark rúnir, höfðaletur og fraktur skrift. Nánari leiðbeiningar um notkun leturs má finna undir kafla 4, Letur.

Fraktur

Fraktur er skrifstíll sem var algengur í handritaskrifum í Evrópu og sér í lagi germanskra þjóða frá 12. öld til 20. aldar. Stíllinn er ein tegund gotneskra letra, eða brotaletra.

Höfðaletur

Höfðaletur er eina leturtegundin sem á íslenskan uppruna en það var fyrst og fremst notað sem útskurðarletur. Það þróaðist út frá gotnesku letri á 16. öld. Höfðaletur var ekki gert til að vera læsilegt öllum, heldur átti það að búa yfir ákveðnum leyndardómi. Stafirnir voru stundum ritaðir í dulmáli, skrifaðir aftur á bak eða sem skammstöfun svo aðeins útvaldir einstaklingar gætu skilið meiningu textans.

Fuþark rúnir

Rúnir voru notaðar á Íslandi frá landnámi og til 19. aldar. Þær voru lengi helsta leið Íslendinga og annarra norðurlanda til að rita texta og skrásetja þar til latneska stafrófið tók við. Fuþark rúnir eru enn í dag stór þáttur í norrænni trú og þær eru mikilvægur partur í menningararfi Íslendina.

✅ This section URL has been copied to your clipboard.